Snapchatstjarnan Birkir bekkur og bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson öttu kappi í mysuþambi á Akureyri í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að Birkir, sem er mikill mysuunnandi, hreinlega pakkaði Bjarka saman.
Bjarki er þessa stundina staddur á Akureyri í æfingabúðum þar sem hann undirbýr sig fyrir fjórða atvinnubardagann sinn í London í október. Þar mætir Bjarki heimamanninum Quamer ‘Machida’ Hussein en Bjarki Þór er einn farsælasti atvinnubardagamaður Íslendinga.
Við vonum að tapið gegn Birki bekk gefi ekki slæm fyrirheit fyrir bardagann en myndband af glæstum sigri Birkis má sjá í spilaranum hér að ofan.