Helgi Seljan spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvort hann ætti eignir í skattaskjóli í Kastljósi 11. febrúar í fyrra. Bjarni hafnaði því og við stóðumst ekki freistinguna um að láta vaxa á hann Gosanef. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Við skulum samt halda til haga að Bjarni tók sérstaklega fram í yfirlýsingu sinni í gær að hann hafi gefið svörin í Kastljósi eftir bestu vitund. „Enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði,“ sagði hann.
„Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi.“
En við stóðumst samt ekki mátið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.