Svo virðist sem Vinstri græn hafi með birtingu auglýsinga Ragnars Kjartanssons listamanns fyrir flokkinn gerst brotleg bæði við áfengis- og tóbaksvarnarlög. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Í einni auglýsingunni eru þau Ragnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við bar þar sem hann blandar handa þeim kokteil sem hann líkir við hvernig Ísland er samsett. Í lokin eru þau bæði með vindil við hönd og skála. Ragnar reykir vindilinn en Katrín ekki.
Í frétt Vísis kemur fram að málið hafi verið borið undir löglærða og sýnist þeim að um ótvírætt brot sé að ræða.