Auglýsing

Myndband: FM Belfast frumsýnir nýtt myndband á Nútímanum, ný plata í nóvember

Hljómsveitin FM Belfast, mun gefa út glænýja plötu þann 2. nóvember en hún er sú fjórða í röðinni hjá bandinu. Platan ber heitið Island Broadcast. Ellefu ný lög prýða hljómplötuna, eitt þeirra er lagið, All my Power sem Nútíminn frumsýnir í dag.

Nýju plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi FM Belfast um Evrópu en hljómsveitin mun spila á Iceland Airwaves í nóvember. Árið hefur verið verið viðburðarríkt en sveitin hefur leikið fyrir dansi á evrópskum tónleikahátíðum í allt sumar.

Myndbandið sem sjá má í spilaranum hér að ofan er leikstýrt af Ernesto Emil Ortiz en Egill Eyjólfsson, hljómsveitarmeðlimur, var fluttur inn frá Belgíu til þess að dansa í myndbandinu.

Horfðu á myndbandið í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing