Auglýsing

Myndband: Fögnuður Magna Grenivík breyttist í vandræðalegt augnablik: „Hann bara eyðilagði mómentið“

Magni frá Grenivík tryggði sér síðastliðinn laugardag sæti í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og mun því leika í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan árið 1979. Eftir leikinn var ákveðið að skála í kampavíni eins og venjan er. Eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan gekk það hræðilega.

Fyrirliði liðsins, Hjörtur Geir Heimisson sem fékk það verðuga verkefni að opna flöskuna segir í samtali við Nútímann að þumallinn hafi hreinlega klikkað. „Þetta var önnur eða þriðja flaskan sem eg opnaði og þumallinn var orðinn algjörlega kraftlaus,“ segir Hjörtur.

Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari liðsins var ákaflega hræddur við tappann eins og sést í myndbandinu (sá sem er í hvíta langermabolnum). Hann gaf Hirti góð ráð og á endanum tókst að opna flöskuna. „Mannvitsbrekkan og lyftaramaðurinn Kristján Sigurólason, benti mér á að sennilega væri best að grípa bara utan um tappann og toga og þá gekk þetta bara eins og í sögu,“segir Hjörtur.

Nokkrir leikmenn liðsins voru afar ósáttir við vandræðaganginn í Hirti og töldu hann hafa farið illa með augnablikið. Einn þeirra er Sveinn Óli Birgisson sem var ekki skemmt. „Hann bara eyðilagði mómentið,“ sagði Sveinn en eins og sjá má tók gleðin fljótt völdin þegar flaskan loks opnaðist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing