Guiness Word Records birti nýlega myndband úr ítölskum þætti þar sem Hafþór Júlíus mætir Litháanum Zydrunas Savickas, fyrrum sterkasta manni heims þar sem þeir reyna að bæta heimsmetið í þvottavélakasti.
Hafþór Júlíus Björnsson sem er duglegur við það að setja heimsmet og var auðvitað landi og þjóð til sóma í heilgalla í íslensku fánalitunum.
Metið var fyrir þáttinn 4.01 metrar og var bætt um tæplega 13 sentimetra í þættinum. Það var því miður ekki okkar maður Hafþór sem bætti metið heldur Zydrunas Savickas. Svekktir aðdáendur Hafþórs geta þó huggað sig við það að Savickas viðrist togna aftan í læri í seinna kastinu sínu.