Hildur Kristín Stefánsdóttir fékk tækifæri til að flagga BA-gráðunni í japönsku við gerð myndbands við lag hennar Bammbaramm. Hún er ein þeirra sem tekur þátt í Söngvakeppninni í ár.
„Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu,“ segir Hildur.
Lagið fjallar um augnablikið þegar maður hittir manneskjuna sem maður verður skotinn í
„Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina,“ segir Hildur.
Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar 25. febrúar.
Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum:
Facebook: facebook.com/hihildur
Snapchat: hildur.kristin
Instagram: instagram.com/hihildur