Tyrkneskir öryggisverðir í jakkafötum kýldu og spörkuðu í mótmælendur fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Washington í Bandaríkjunum á þriðjudag. Sjáðu myndband af atvikinu hér fyrir neðan.
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var í heimsókn í Bandaríkjunum þennan dag og því höfðu nokkrir mótmælendur komið saman fyrir utan sendiráðið.
Lögregla í Bandaríkjunum segir að mótmælin hafi verið friðsæl og að menninirnir í jakkafötunum hafi ráðist á mótmælendur með grimmilegum hætti. Bandarísk yfirvöld hafa sent kvörtun til tyrkneskra yfirvalda vegna málsins.