Donald Trump var útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins á landsfundi flokksins í Cleveland í síðustu viku. John Oliver tók landsfundinn fyrir í þætti sínum Last Week Tonight í gærkvöldi og hakkaði hann í sig.
Sjá einnig: Sonur Donalds Trump rústaði íbúð í Reykjavík, hvítt duft út um allt og búið að míga í baðið
Hann fór meðal annars yfir hvernig flokkurinn notar tilfinningarök í stað staðreynda og tók að sjálfsögðu í lurginn í Donald Trump, sem virðist ætla að verða einhvers konar einræðisherra, nái hann kjöri.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.