Samtökin, Shatter Boys UK eru samtök sem starfrækt eru í Manchester á Englandi og eru ætluð fyrir karlmenn sem þolað hafa kynferðislegt ofbeldi.
Í Bretlandi eru yfir 20 þúsund samtök sem ætluð eru kvenkyns þolendum ofbeldis en aðeins sjö sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. Samtök sem þessi eru því afar mikilvæg en það tekur karlmenn að meðaltali 27 ár að segja frá ofbeldi sem þeir verða fyrir.
Daniel Wolstencroft, stofnandi samtakanna segir að frá því samtökin voru stofnuð árið 2016 hafi þau náð að hjálpa hundruðum manna að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis.
Samtökin létu vinna myndband í samstarfi við bresku vefsíðuna unilad.co.uk þar sem nokkrir karlmenn segja sögu sína en þeir hafa allir lent í kynferðisofbeldi. Með myndbandinu vilja samtökin opna umræðuna og hvetja fleiri karlmenn til að stíga fram og segja frá.
Einn þeirra sem segir sögu sína í myndbandinu er Agusto Gomes en hann hefur talað opinskátt um ofbeldið sem hann varð fyrir á Twitter.
Standing up & telling my #CSA story for the first time in public. Giving others strength & courage to come forward https://t.co/Sy8V94dcWC pic.twitter.com/RBSu3qlS5K
— Augusto Gomes (@augusto_gomes1) April 21, 2017