Katy Perry kemur nakin fram í myndbandi grínvefsins Funny Or Die til að hvetja fólk í Bandaríkjunum til að mæta á kjörstað. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Forsetakosningarnar fara fram 8. nóvember og með myndbandinu vilja Katy Perry og grínistarnir hjá Funny Or Die leggja áherslu á að það skiptir ekki máli hvernig þú mætir á kjörstað, ef þú bara mætir.
Katy Perry birti þessa mynd á Instagram á mánudaginn og sagðist ætla að nota líkama sinn sem smellubeitu (e. clickbait) til að breyta heiminum.
Katy Perry segist vilja að almenningur og þá sérstaklega ungt fólk taki meiri þátt í stjórnmálaumræðu.