Auglýsing

Myndband: Myndaði hvirfilbyl að eyðileggja heimilið

Gamalt myndband sem sýnir hvernig það er að vera inni í húsi sem verður fyrir hvirfilbyl hefur vakið mikla athygli á Reddit í dag. Myndbandið var tekið upp 17. nóvember 2013 og þó það sé meira en fimm ára gamalt er það einfaldlega svo magnað að það er vel þess virði að sjá.

Í myndbandinu má sjá manninn, Marc Wells, fylgjast með óveðrinu aðvífandi áður en hann leitar skjóls á heimili sínu með dóttur sinni. Á augnabliki gengur hvirfilbylurinn svo yfir húsið og leggur það og nærliggjandi hús algjörlega í rúst. Sem betur fer meiðist hvorki maðurinn né dóttir hans og í lok myndbandsins ákveða þau að koma sér út til að forða sér frá húsinu ef það skyldi hrynja og reyna að hjálpa nágrönnum sínum. Á sama tíma má heyra neyðarsírenur almannavarna berast um allt.

Óveðrið kostaði átta manns lífið og næstum 200 slösuðust, en þetta var fjórði stærsti hvirfilbylur sem hefur gengið yfir fylkið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing