Íslandsstofa hrindir í dag af stað nýrri herferð sem kallast „Ísland frá A til Ö.“ Í myndbandi sem sjá má hér að neðan fá áhorfendur að kynnast hinum ýmsu sérfræðingum en níu Íslendingar koma fram í myndböndum herferðarinnar.
Í myndbandinu má t.a.m. sjá þau Elizu Reid, forsetafrú, Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðing og Vilborgu Örna Gissurardóttur, útivistarkonu.
„Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag,“ segir í tilkynningu.