Adrian Solano frá Venezúela hafði aldrei séð snjó áður þegar hann hóf keppni í heimsmeistaramótinu í skíðagöngu. Eðlilega átti hann því í töluverðum vandræðum með að halda jafnvægi og komast áfallalaust í gegnum brautina. Hann gafst upp eftir 6 km og átti þá fjóra kílómetra eftir. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Það má með sanni segja að Solano sé afar þrautseigur maður. Á leið sinni til Finnlands frá Venezúela var hann handtekinn á Charles de Gaulle flugvelli í París grunaður um fíkniefnasmygl og hryðjuverk.
Lögreglan í París trúði því ekki að Solano væri skíðagöngumaður á leið á HM í Finnlandi og var hann í haldi á flugvellinum í fimm daga. Sérstaklega grunsamlegt þótti að Solano hafði aðeins 20 evrur á sér í reiðufé og engin greiðslukort.
Þegar honum var sleppt úr haldi var hann sendur aftur heim til Venezúela þar sem skíðasambandið átti engan pening til að fyrir nýjum flugmiða til Finnlands. Þegar fréttist af raunum þessa tilvonandi gönguskíðagarps var efnt til söfnunar fyrir Solano og kom hann á síðustu stundu til Lahti í Finnlandi í gærmorgun, nokkrum klukkustundum fyrir keppni, líkt og kemur fram í frétt RÚV.