Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lýsir augnablikinu þegar honum var greint frá því að hann væri með krabbamein í þættinum Ný sýn, sem verður sýndur í Sjónvarpi Símans á fimmtudagskvöld. „Ég algjörlega brotnaði saman,“ segir hann. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.
Þættirnir Ný sýn eru framleiddir af Skoti fyrir Símann en í þeim segja þekktir landsmenn frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Hugrún Halldórsdóttir stýrir þættinum. „Samkvæmt þessari greiningu sem ég er með eru meiri líkur en minni að ég fái þetta aftur og að það dragi mig til dauða,“ segir Stefán Karl í þættinum.
Það hljómar: Guð minn góður, þetta er svona alvarlegt! En ég get líka leikið mér að allskonar tölum um líkur á því að verða fyrir strætó hér úti eða eitthvað svona.
Viðtalið við Stefán Karl verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudagskvöld kl. 20. Þau sem ekki geta beðið geta horft á þættina þegar hentar í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium.