Stórslys hefði getað orðið við Hjörleifshöfða í dag þegar rúta tók fram úr bíl þrátt fyrir að annar bíll nálgaðist á móti. Ólafur Ísleifsson birti myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Rútan var á vegum Kynnisferða en myndbandið sýnir hvernig hún neyðir Ólaf til hemla harkalega og sveigja út í kant. Ökumaður bílsins sem kom úr gagnstæðri átt þurfti einnig að nauðhemla.
Ólafur segist í samtali við Vísi hafa verið á 90 kílómetra hraða með fellihýsi aftan í bílnum sínum. „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða,“ segir hann í frétt Vísi.