Þegar Bjarni Benediktsson, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum á dögunum var hann sakaður um tvennt: Að bíða með að birta skýrsluna þangað til eftir kosningar og að „hvítta“ texta sem sýndi að skýrslan var kláruð í september á síðasta ári og gera hann þannig ósýnilegan.
Sjá einnig: Segja skoðun ráðuneytis leiða í ljós að enginn texti í skýrslu Bjarna Ben hafi verið „hvíttaður“
Bjarni hefur útskýrt af hverju hann beið með að birta skýrsluna og verið harðlega gagnrýndur, meðal annars af minnihlutanum á Alþingi. Þá sagði hann ósatt um afhendingu skýrslunnar í fréttum RÚV um síðustu helgi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti svo í gær niðurstöðu skoðunar á því hvernig umræddur texti varð hvítur.
Erlendur Þorsteinsson sannreyndi útskýringar ráðuneytisins, eftir að myndband sem sýndi ranga túlkun á útskýringunum var birt á Facebook. Erlendur komst að því að útskýringar ráðuneytisins virðast standast og útbjó eigið myndband sem sýnir það svart á hvítu.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.