Afar vandræðalegt augnablik átti sér stað þegar Apple kynnti nýjan Iphone X síma í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Craig Federighi starfsmaður Apple var mættur á sviðið til að kynna nýja leið til að opna símann, svokallað FaceID. Þessi nýja aðferð gerir það að verkum að síminn opnast ekki lengur með því að nota fingrafar heldur þarftu bara að horfa á símann.
Eitthvað hefur farið úrskeiðis því nýja tæknin virkaði ekki betur en svo að þegar Creig ætlaði að opna símann með andlitinu þá virkaði það ekki. Hann var fljótur að bregðast við og tók upp annan síma og reyndi aftur. Þá flaug hann inn og gat haldið kynningunni áfram en síminn mun fara í sölu í bandaríkjunum í lok október.