Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum, sem taka gildi um áramót, á Austurvelli í dag. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór á staðinn og ræddi við meðlimi þjóðfylkingarinnar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Örskýring: Eru ný útlendingalög að fara að tortíma Íslandi?
Á meðal þess sem þau sem voru saman komin á Austurvelli vilja gera er að stoppa meintan innflutning á múslimum og fella úr gildi ný útlendingalög sem þau telja opna landamæri Íslands.
Í myndbandi sem var birt á vef RÚV í dag benti Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hins vegar á að ekkert slíkt komi fram í nýju lögunum heldur eru ákvæði um landamæri landsins í gömlu lögunum.
„Það má ekki gera DNA-test á þeim sem hingað koma til að aldursgreina þá. Hvað kostar þetta ríkið? Ég segi nei og við segjum nei við því,“ sagði einn sem Elísabet Inga talaði við.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.