Heimildarmyndin Audrie & Daisy er væntanleg á Netflix 23. september. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í janúar og afþreyingarrisinn keypti hana í kjölfarið.
Audrie & Daisy fjallar um tvær stúlkur sem var nauðgað í heimabæjum sínum í Bandaríkjunum og hvernig fólk notaði samfélagsmiðla til að niðurlægja þær og útskúfa.
Netflix birti stiklu fyrir myndina í vikunni. Horfðu á hann hér fyrir neðan. Það er óhætt að segja að við bíðum spennt eftir myndinni.
https://youtu.be/29Dr4ChJUBc