Hefur þig dreymt um að sjá keilukúlu falla úr 165 metra hæð niður á trampólín. Nú getur þú loksins látið þann draum verða að veruleika en meðlimur YouTube-hópsins How Ridiculous létu á það reyna. Sjáðu myndbandið í spilararanum hér að ofan.
Kúlunni var sleppt af stíflu í Ticino í Sviss og það þurfti nokkrar tilraunir til að fá kúluna til að lenda á réttum stað. Það tókst þó að lokum. Sjón er sögu ríkari!