Auglýsing

Nútíminn frumsýnir myndband við ofursmellinn Gang’ á eftir þér

Gamanleikurinn Úti að aka var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í mars. Lagið Gang’ á eftir þér með Amabadama úr sýningunni hefur slegið í gegn og Nútíminn frumsýnir hér hressandi myndband við lagið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Leikritið segir frá Jóni Jónssyni, leigubílstjóra, sem lifir tvöföldu lífi með tveimur konum á tveimur heimilum. Konurnar vita ekki hvor af annarri en Jón á eitt barn með hvorri konu, stelpu og strák á sama aldri.

Málið flækist þegar börn Jóns kynnast óvænt á Facebook og ætla að hittast. Jón þarf þá, með aðstoð Steingríms vinar síns, að spinna mjög flókinn lygavef til þess að reyna að koma í veg fyrir stórslys.

Leikarar í verkinu eru þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason og Ilmur Kristjánsdóttir. Leikstjóri verksins er Magnús Geir Þórðarson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing