Gamanleikurinn Úti að aka var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í mars. Lagið Gang’ á eftir þér með Amabadama úr sýningunni hefur slegið í gegn og Nútíminn frumsýnir hér hressandi myndband við lagið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Leikritið segir frá Jóni Jónssyni, leigubílstjóra, sem lifir tvöföldu lífi með tveimur konum á tveimur heimilum. Konurnar vita ekki hvor af annarri en Jón á eitt barn með hvorri konu, stelpu og strák á sama aldri.
Málið flækist þegar börn Jóns kynnast óvænt á Facebook og ætla að hittast. Jón þarf þá, með aðstoð Steingríms vinar síns, að spinna mjög flókinn lygavef til þess að reyna að koma í veg fyrir stórslys.
Leikarar í verkinu eru þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason og Ilmur Kristjánsdóttir. Leikstjóri verksins er Magnús Geir Þórðarson.