Hljómsveitin Ha why? hefur sent frá sér myndband við lagið Kúlurnar. Myndbandið er frumsýnt hér á Nútímanum en hægt er að horfa á það hér fyrir ofan.
Ha why? hefur verið starfandi í sjö ár og gerir rapptónlist. Hljómsveitina skipa Elvar Gunnarsson (Seppi), Bjarni Rafn Ragnarsson (BRR) og Páll Þorsteinsson (Guli Drekinn).
Elvar var meðlimur í 110 Rotweiler og Afkvæmum guðanna. Bjarni hefur unnið tónlist fyrir aðila eins og Emmsjé Gauta, Mc Bjór og Didda Fel. Páll var í Afkvæmum guðanna, ATH og NBC. Hann hefur einnig unnið tónlist fyrir Gísla Pálma, Blazroca og Rúnar Júlíusson.
Ha why? hyggst gefa út plötu síðar á árinu en Kúlurnar er fyrsta myndbandið af plötunni.