Ný heimildarmynd Louis Theroux um Vísindakirkjuna er væntanleg síðar á þessu ári. Myndin lofar ansi góðu eins og stiklan hér fyrir neðan sýnir.
Theroux fór svolítið sérstaka leið við gerð myndarinnar. Í staðinn fyrir að skoða Vísindakirkjuna innan frá fékk hann leikara til að koma í prufur og lesa texta um kirkjuna sem byggði á frásögnum fyrri meðlima. Textinn sem frásagnirnar byggðu á sýndi ofsafengna hegðun stjórnenda Vísindakirkjunnar.
Vísindakirkjan byrjaði að njósna um hann eftir að framleiðsla myndarinnar hófst en fleiri hafa lent í því. Horfðu á stikluna hér fyrir neðan.