Heimildarmyndin Reynir Sterki, eftir Baldvin Z, verður frumsýnd í Smárabíói og Háskólabíói á föstudaginn. Sjáðu nýja stiklu úr myndinni hér fyrir ofan.
Myndin fjallar um Reyni Örn Leósson sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum sem sterkasti maður í heimi. „Hann var trúaður maður og þótti hafa yfirnáttúrulega hæfileika, enda vann hann mikið þrekvirki á ferli sínum og mörg heimsmet hans standa enn í dag,“ segir í texta um myndina.
Erfiðleikar í æsku gerðu hann að manni sem átti við ýmis vandamál á meðan hann reyndi að fá viðurkenningu frá samfélagi sínu allt sitt líf.
Horfðu á stikluna fyrir þessa áhugaverðu mynd hér fyrir ofan.