Auglýsing

Nýtt íslenskt app segir þér hversu mikinn bjór þú átt skilið að drekka

Nýtt íslenskt app segir þér hversu mikinn bjór þú átt skilið að drekka út frá afrekum, góðverkum, líkamsrækt og matarræði. Sjáðu kynningarmyndband fyrir appið hér fyrir ofan.

Appið er komið út fyrir iOS og Android í tilkynningu kemur fram að það veiti notendum ákveðna „ölsýn“ á mat, hreyfingu og afrek. „Veldu þinn uppáhalds bjór og sjáðu hvernig þú getur átt hann skilið,“ segir í tilkynningunni.

Beer Converter er þannig hugsanlega eina bjórappið í heimi sem hefur lýðheilsumarkmið sem er: ekki drekka bjór nema þú eigir það skilið og hafir unnið þér hann inn.

Með appinu er því hægt að kolvetnisjafna bjórdrykkjuna. „Beer Converter er eina appið þar sem þú getur, við ákveðin skilyrði unnið þér inn alvöru six-pack með því einu að fara tvo golfhringi, fara í zumba-tíma, hjálpað vini þínum að flytja eða tekið tvöfalda víkingaþreksæfingu í Mjölni,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá dæmi um valkosti sem Beerconverter ber saman út frá magni hitaeininga

  • Hamborgari, franskar, kokteilsósa og shake = hamborgari og níu bjórar.
  • Tvö Oreo-kex = Einn Bud Light 33 cl
  • Ein meðalstór brownie = Tveir Tuborg Classic 33cl.
  • Stór skemmtur af laukhringjum = fjórir Beck’s 33 cl.

Athugið að Beer Converter mælir sterklega gegn því að fólk sturti ótæpilega í sig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing