Nútíminn hefur undir höndum ótrúlega peppræðu Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sem hann flutti fyrir leik utandeildarliðsins Brostnir draumar árið 2009. Horfðu á ræðuna hér fyrir ofan.
Þó Brostnir draumar hafi verið samansafn leikmanna sem meikuðu það ekki sem fótboltamenn þá er ræðan mjög viðeigandi í dag. Nú styttist í að Ísland mæti Englandi á EM í fótbolta í Frakklandi og flest sem Hannes segir við leikmennina mættu strákarnir okkar tileinka sér fyrir leikinn á eftir.
Hannes Þór hvatti leikmenn á borð við grínistann Björn Braga Arnarsson, íþróttafréttamanninn Hauk Harðarson og ljósmyndarann Baldur Kristjánsson til dáða fyrir þennan leik en stendur sjálfur í ströngu í kvöld.
Ræðan minnir óneitanlega á fræga ræðu Al Pacino í kvikmyndinni Any Given Sunday, þó Hannes sé reyndar öllu vígalegri en okkar maður í Hollywood.
Horfðu á þessa mögnuðu ræú hér fyrir ofan. Áfram Ísland!