Búið er að horfa myndband af stuðningsfólki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta taka hið svokallaða víkingaklapp rúmlega 17 milljón sinnum á Facebook-síðu Símans. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Myndbandið er frá athöfn sem var haldin til að taka á móti strákunum okkar á mánudaginn. Krummi Jónsson, samfélagsmiðlasérfræðingurinn sem hleður inn EM-efni á samfélagsmiðla fyrir Símann, segir að áhorfið sé hreinlega fráleitt en það má velta fyrir sér hvort myndbandið sé það útbreiddasta í sögunni úr íslenskri sjónvarpsútsendingu.
Ég get ekki sagt til um það. Ég get aðeins sagt að þetta er góð, stór sprengja. Það er Íslandsmanía í gangi. Það er alveg klárt.
Gaman er að skoða ummælin við myndbandið þar sem fólk víða um heim óskar Íslandi til hamingju. Ljóst er að ein frönsk hefur sett sín orð í gegnum þýðingarvél Google:
„Ég franska og ég tala ekki íslensku, en ég segi þér Grand Bravo og þakka þér fyrir að gera mig elska aftur fótbolta [á] tíma evrunnar. Lið og landið þitt er dæmi fyrir okkur sem hafa gleymt raungildi sem fólk ætti að hafa fyrir hvort annað…“
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.