Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi ákvað í vikunni að fá sér merki Samfylkingarinnar flúrað á hendina. Flokkurinn er ekki sá eini sem prýðir Pál Val því hann er einnig með merki Bjartar Framtíðar á handleggnum.
Sjá einnig: Páll Valur hættir í Bjartri framtíð en segir ekki skilið við húðflúrið: „Flokkurinn á stað í hjarta mínu“
Elísabet Inga, útsendari Nútímans, var að sjálfsögðu á staðnum og spjallaði við Pál á meðan Fjölnir á Ízlensku húðflúrstofunni smellti merki Samfylkingarinnar á Pál. „Það eru fáir svona klikkaðir eins og ég. Ég skora á Ásmund Friðriksson að fá sér fálkann á bringuna,“ sagði Páll Valur eftir að merkið var komið á hann.
Þetta er ekki eina merkið sem Páll Valur er með á hendinni. Hann er meðal annars með skammstöfunina SÁÁ en hann fór í áfengismeðferð hjá samtökunum, nafn Vopnafjarðar þar sem hann ólst upp í bænum, mynd af Alþingishúsinu til minningar um starfið sem þingmaður, æðruleysisbænina og merki ungmannafélagsins Einherja.