Skólarnir eru að hefjast. Foreldrar bíða með öndina í hálsinum eftir fyrsta lúsapóstinum og sumir hafa þegar fengið hann.
Áramótaskaupið í fyrra sá þetta fyrir. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Andri Snær Magnason á börn í skóla. Hann tísti tveimur tímum eftir skólasetningu í gær og var þá ekki búinn að fá lúsapóst. Við endurtökum: Hann var ekki búinn að fá lústapóst.
Tveir tímar frá skólasetningu og enginn lúsapóstur kominn.
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 22, 2016
Foreldrar taka því misvel að fá ekki lúsapóst. Eru skólarnir að skilja fólk útundan?
Feeling ignored – ekki búin að fá neinn lúsapóst og skólinn byrjaður
— Ragnhildur N (@ransyn) August 23, 2016
Það hlaut svo að koma að þessu
Fyrsti skóladagurinn ekki einu sinni hálfnaður og ég er búin að fá fyrsta lúsapóst vetursins. Hvað er að frétta?!
— Hanna (@hannagudm) August 23, 2016
Fyrir hádegi í dag fóru pirraðir foreldrar að tísta um fyrstu lúsapóstana. Þetta tók ekki langan tíma. Alveg eins og Skaupið spáði — horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Skólar voru að byrja í dag og í gær og fyrsti lúsapósturinn er komin. Gaman gaman. #pabbatwitter
— Auðunn Baldvinsson (@audunnb) August 23, 2016
Ein klukkustund og tuttugu og tvær mínútur liðnar af skólaárinu í Melaskóla þegar fyrsti lúsapósturinn kemur. FML.
— Hildur ♀ (@hillldur) August 23, 2016
1 og hálfur tími liðinn af fyrsta skóladeginum og lúsapósturinn mættur!
— Hrafnhildur Ólafs (@hrafnhilduro) August 23, 2016
Fyrsti skóladagur frumburðarins í 3 bekk hófst í morgun 08.30. Klukkan 09.51var fyrsti lúsapósturinn kominn í hús. Byrjum þennan vetur …
— Álfrún Pálsdóttir (@AlfrunPals) August 23, 2016
Svanhildur Hólm kaus að túlka gremju sína með gif-mynd
Fyrsti dagur í skóla ✅ Fyrsti lúsapósturinn ✅ pic.twitter.com/ZUCc7BsZEq
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) August 23, 2016