Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, lauk fréttatíma kvöldsins á því að taka danshreyfinguna The Dab. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Rakel laumaði dabbinu inn í blálok frétta en ekkert fer framhjá vökulu auga Nútímans sem mátti til með að klippa hreyfinguna út, enda fullkomlega framkvæmd hjá fréttastjóranum.
EM grínskets: Íslensk fjölskylda reynir að aðlagast hverdagsleikanum eftir EM
Uppruna The Dab er að finna í hipp hopp-senunni í Atlanta í Bandaríkjunum. Fólk er ósammála um hver byrjaði með hreyfinguna en rapparar á borð við Migos, Skippa Da Flippa, Peewee Longway og Rich the Kid hafa minnst á dabbið í lögum sínum.
The Dab hefur ferðast hratt um heiminn, sérstaklega eftir að íþróttafólk fór að fagna mörkum og sigrum með því að taka dabbið.