Auglýsing

Rakst fyrir tilviljun á gamalt myndband af pabba sínum dansa diskó á heimsmeistaramóti

Útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson rakst í síðustu viku á myndband af pabba sínum, Steinari Jónssyni, dansa á heimsmeistaramótinu í diskódansi í Lundúnum árið 1979.

Horfðu á viðtal við feðgana í spilaranum hér fyrir ofan.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Steinar og Atla Má í Mosfellsbæ á dögunum og ræddi um þessa ótrúlegu upplifun þeirra. Steinar sagði henni frá hvernig var að vera 22 ára, aleinn í Lundúnum að taka þátt í heimsmeistaramóti í diskódansi og Atli Már sagði frá hvernig var fyrir soninn að uppgvöta hæfileika föður síns fyrir tilviljun.

„Ég var að sjá myndbandið í fyrsta skipti um daginn þegar Atli sendir það,“ segir Steinar. Atli var bara heima í tölvunni þegar félagi hans sendi honum myndbandið. „Ég held ég hafi aldrei verið jafn hissa,“ segir hann.

Myndbandið frá mótinu hefur farið víða er komið með meira en 11 milljón áhorf eftir að það var birt 18. júlí. Steinar byrjar að dansa þegar rúmlega tvær mínútur eru liðnar af þessu stórkostlega myndbandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing