Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 eða Rikki G eins og hann er jafnan kallaður er hæfileikaríkur maður. Hann er plötusnúður, veislustjóri og líkamsræktarfrumöður. Það sem færri vita þó er að Ríkharð er einstaklega fær eftirherma.
Sjá einnig: Flugþjónn Wowair lét farþega gleyma seinkun með því að leika Magnús Hlyn
Hann sannaði þann hæfileika þegar hann brá sér í gervi fréttamannsins Magnúsar Hlyns Hreiðarssona, fréttamanns á Stöð 2. Sjáðu leiksigur Ríkharðs í spilaranum hér að neðan.
Ríkharð sem nú er staddur á Spáni gaf sér tíma til að ræða við Nútímann í dag eftir birtingu myndbandsins. „Ég hef aðeins verið að stúdera hann en þetta er besta takan mín hingað til,“ sagði Ríkharð léttur í bragði.
Frábær!
https://vimeo.com/297126698