Gunnar Karl Haraldsson og vinir hans ætla að fara á hjólastólum í Reykjavíkurmaraþonið á morgun og styrkja Reykjadal, sem eru sumarbúðir fyrir fötluð börn. Gunnar notast við hjólastól í daglegu lífi en Kjartan Vídó, Sigurjón Lýðsson og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ætla að setjast í stólana með Gunnari í tilefni dagsins.
Vignir Daði, útsendari Nútímans, leit við á æfingu hjá Gunnari og félögum. Kjartan var ekki vongóður að Heimir myndi ná að halda í við þá og telur að hann þurfi talsvert lengri tíma til að klára 10 kílómetrana. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.