Auglýsing

RÚV kenndi þjóðinni að skola salat í beinni útsendingu og við bættum bara við tónlist

Í fréttum Rúv í gærkvöldi fengu landsmenn kennslu frá Óskari Ísfeld Sigurðssyni, deildarstjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í því hvernig skola eigi salat. Þvotturinn var að sjálfsögðu í beinni útsendingu.

Útsendingin sem var æsi spennandi vakti töluverða athygli. Nútíminn ákvað að gerast ósvífinn og gera útsendinguna enn meira spennandi og bæta við aðallagi myndarinnar, Requiem For A Dream. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Niðurstaðan er að við erum með mest spennandi beinu útsendingu frá upphafi, fyrir utan þegar Keiko kom til Eyja auðvtiað.

Forsaga málsins er sú að stór hluti starfsfólks Háaleitisskóla og Hörðuvallaskóla fékk niðurgang eftir að hafa borðað óþvegið salat. Í kjölfarið hefur matvælastofnun vakið athygli á því að ávallt skuli skola grænmeti fyrir neyslu. Fréttastofa Rúv flutti fréttir af málinu og ákvað samhliða fréttinni að kenna landsmönnum að skola salat.

Twitter tók við sér eftir útsendinguna og margir tjáðu sig kennsluna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing