Auglýsing

Segir suma skutlara vera próflausa og jafnvel undir áhrifum eiturlyfja: „Ég skil ekki alveg í foreldrunum“

Í hópi þeirra sem bjóðast til að skutla fólki í gegnum svokallaða skutlarahópa á Facebook er fólk sem er ekki með bílpróf og jafnvel undir eiturlyfjum. Þetta segir einn þeirra sem mætti á málþing í gær þar sem leigubílstjórarar fjölluðu um ólöglegan akstur og vöktu athygli á honum.

Tinna Björk, útsendari Nútímans, fór á málþingið og ræddi við nokkra um stöðu mála. Í stærsta íslenska skutlarahópnum á Facebook eru tæplega 35 þúsund manns. Þar er hægt að óska eftir fari eða auglýsa að maður sé á ferðinni og tilbúinn að skutla, allt gegn greiðslu.

„Ég held að það sé mikil hætta sem af þessu stafar og ég skil ekki alveg í foreldrunum til dæmis, hvar þeir eru, út af því að ég á þrjá unglinga og þeir fá ekki leyfi til þess að nota svona skutlara,“ sagði ein þeirra sem sótti fundinn í gær.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing