Danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, hefur undanfarin ár hannað flugeldasýningar. Hún vinnur þessa dagana að hönnun sýningar í samstarfi við spænska fyritækið, Igual Pirotecnica.
Sýningin verður á listahátíðinni, La Mercé sem haldin verður í lok þessa mánaðar. Nútíminn kíkti á Siggu sem er spennt að takast á við þetta verkefni.
Þetta er stærsta verkefni Siggu til þessa en hún hannaði flugeldasýningu menningarnætur árin 2013, 2014 og 2015. Nánar um sýninguna má lesa hér.
„Hérna á Íslandi eru bomburnar 6 tommur en ég er núna að komast í 8, 9 og 10 tommu bombur,“ segir Sigga.