Viðtalið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgaf í Kastljósi kvöldsins hefur verið birt á vef Sueddeutsche Zeitung, stærsta dagblaði Þýskalands. Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.
Jóhannes Kr. fékk ásamt sænskum kollega sínum Sigmund Davíð í viðtal í Reykjavík og var hann spurður út í tilvist Wintris inc. Hann brást ókvæða við og endaði með að yfirgefa viðtalið, eftir að Jóhannes Kr. hóf að spyrja hann út í gögn sem hann hafði undir höndum.
Sænski blaðamaðurinn spurði Sigmund hvort hann tengdist aflandsfélögum og hann neitaði því. Þá var hann spurður hvort hann kannaðist við Wintris inc og hann átti erfitt með að svara því.
Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.
Í gögnum sem Reykjavík Media birti á heimasíðu sinni í dag kemur meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi fengið úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað.
Þá er greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði þar sem kemur fram að hann seldi helmingshlut í Wintris inc. til eiginkonu sinnar á einn dal 31. desember árið 2009 — daginn áður en komið var á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notað til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi, samkvæmt gögnunum.