Ísland vann Króatíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði mark Íslands á 90. mínútu leiksins og sótt þar með þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Hér má sjá viðtal RÚV við Hörð eftir leik.
Markið kom eftir hornspyrnu og er jafnvel stórkostlegra ef My Heart Will Go On með Celine Dion er spilað undir. Í anda EM í fótbolta í fyrra settum við þetta magnaða lag undir. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan — birt með leyfi RÚV.
Leikurinn var frábær frá upphafi til enda. Ísland er nú í öðru sæti í I-riðli með 13 stig, eins og Króatía sem er með hagstæðari markatölu. Næsti leikur Íslands er á móti Finnlandi 2. september.