13 manns eru í framboði til embættis forseta Íslands en kosið verður í sumar. Virkir í athugasemdum hafa látið í sér heyra í athugasemdakerfum fjölmiðla og reynt að setja einhvers konar Íslandsmet í ókurteisi og leiðindum.
Frambjóðendurnir hafa ekki látið það á sig fá og við fengum þau til að koma lesa nokkur leiðinleg ummæli. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Þau sem tóku þátt í þessu með okkur voru Ari Jósepsson, Youtube-stjarna, Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur og rithöfundur, Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur, Halla Tómasdóttir athafnakona, Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, Hrannar Pétursson, félagsfræðingur og Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar.
Myndbandið var framleitt áður en Andri Snær Magnason og Benedikt Kristján Mewes buðu sig fram. Þá fengu Vigfús Bjarni, Ástþór Magnússon, Guðmundur Franklín, Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson boð en sáu sér því miður ekki fært að mæta. Þorgrímur Þráinsson hætti á dögunum við framboð sitt.
Kosningarnar fara fram þann 25. júní og forsetaframbjóðendur þurfa að tilkynna um framboð fimm vikum áður, eða 21. maí.