Unga fólkið í myndbandinu hér fyrir neðan var að kaupa sér sjónvarp. Stórt sjónvarp. Svo stórt að aðferðirnar við að reyna að troða því í bílinn þeirra ganga ansi erfiðlega.
Víkurfréttir birta myndbandið og biðjast um leið afsökunar. „Þau virtust skemmta sér vel við aðfarirnar,“ segir á vef Víkufrétta.
Þetta sjónvarp þeirra varð algjört bíó fyrir okkur á Víkurfréttum. Úr þessu öllu varð til stuttmynd sem við kjósum að kalla „Stórt sjónvarp – Lítill bíll“. Aðfarirnar voru bara of góðar til að sleppa við að fara á netið …
Sjón er sögu ríkari. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.