Auglýsing

Smökkun: Hvaða piparsósa er sú besta með grillkjötinu? „Ég veit ekki hvaða bragð þetta er“

Hver kannast ekki við að fara út í búð í leit að piparsósu með kjötinu en geta ekki valið vegna þess að úrvalið er of mikið? Grillfeðurnir eru með lausnina á þessu en þeir ákváðu að komast hreinlega að því hvaða sósa er best.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, sá til þess að allt fór vel fram en alls voru sex sósur prófaðar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Hvernig er best að grilla svínarif? Grillfeðurnir prófuðu þrjár aðferðir

Grillfeðurnir eru þeir Hjalti Vignis og Arnar Sigurðsson sem stýra Facebook-hópnum Grillsamfélag Íslands. Hópurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir ástríðufulla grillara til að deila öllu því sem tengist grillmenningu, hvort sem um ræðir gas, kol eða reyk, uppskriftir, aðferðir og það sem hverjum dettur í hug hverju sinni. Samfélagið stækkar stöðugt og í dag eru meðlimirnir rúmlega þrjú þúsund.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing