Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er með sérstakt herbergi í íbúð sinni þar sem síma og tölvur eru bannaðir. Í herberginu er að finna ýmsa muni sem Sölvi hefur sankað að sér í gegnum tíðina en þar les hann og skrifar.
Elísabet Inga, útsendari Nútímans, kíkti í heimsókn til Sölva og fékk að skoða herbergið ásamt svefnherberginu, þar sem rúmið er á miðju gólfiun. „Aðalpælingin er að vera með einhvern stað í íbúðinni þar sem ég er ekki í símanum, ég er ekki í tölvunni,“ segir Sölvi.
Ég les mikið hérna og skrifa. Smátt og smátt verður til svona skilyrðing. Ef ég er eitthvað stressaður, eða er að koma heim eftir langan dag þá fer ég í þetta horn og byrja daginn minn þar.
Sölvi reynir að taka klukkutíma í herberginu á morgnana. „Ég er búinn að setja þá reglu að ég fer ekki í símann fyrr en ég er búinn að vera vakandi í svona einn, einn og hálfan tíma,“ segir hann.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.