Auglýsing

Söngvari flutti magnaða ræðu á tónleikum eftir að hann sá karl áreita konu kynferðislega

Sam Carter, söngvari þungarokkhljómsveitarinnar Architects, stöðvaði tónleika hljómsveitarinnar í Hollandi á dögunum til að láta karl sem hann sá áreita konu kynferðislega heyra það.

Tónleikarnir fóru fram á Lowlands-hátíðinni í Biddinghuizen en konan hafði stokkið í áhorfendaskarann og látið sig fljóta ofan á honum. Sam sagðist hafa séð mann grípa í brjóst hennar og stöðvaði tónleikana í kjölfarið til að senda skýr skilaboð.

„Þetta er ógeðslega og þetta er enginn staður fyrir slíkt,“ sagði hann. Myndband af ræðunni hefur slegið í gegn á Twitter. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Þetta er ekki líkaminn þinn og þú grípur ekki svona í fólk. Ekki á tónleikunum mínum.

Hann óskaði svo eftir því að þau sem ætluðu að áreita fólk á tónleikunum myndu yfirgefa svæðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing