Auglýsing

Spila tónlist fyrir Airwaves-bjórinn til að reyna að hafa góð áhrif á bragðið

Áhugaverð tilraun á sér stað í brugghúsinu Ægisgarði. Þar er verið að spila tónlist eftir listamenn á Airwaves-hátíðinni fyrir bjór í von um að það hafi áhrif á bragðið. Matgæðingurinn Rögnvaldur Þorgrímsson, fiskurinn á Snapchat, kynnti sér málið fyrir Nútímann. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í vikunni og Víking sendir frá sér sérstakan Airwaves-bjór í ár. Eftir sérsaka samkeppni þar sem fólk sendi inn tillögur að nöfnum fékk bjórinn nafnið 1999 í höfuðið á fyrsta árinu sem Airwaves var haldið.

Um er að ræða rauðöl með einkennandi flauelsmjúku malti með dökkum karmellutónum. „Amerískir humlar sjá um biturleikann á meðan klassískir evrópskir humlar sjá um bragð og lykt,“ segir í færslu á Facebook-síðu Víking brugghúss.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing