Ofurhuginn Luke Aikins varð í gær fyrstur manna til að stökkva án fallhlífar út úr flugvél í 7.620 metra hæð og lenda í neti á jörðu niðri. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan sem sýnir stökkið ótrúlega.
Aikins er þaulvanur fallhlífarstökkvari. Hann náði 193 kílómetra hraða í stökkinu sem var í beinni útsendingu á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox.
Talið er að um heimsmet sé að ræða en enginn hefur áður stokkið fallhlífarlaus úr eins mikilli hæð áður. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
https://youtu.be/g8j0YFzmqWc