Jói Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Crankwheel og fyrrum sérfræðingur hjá Google, fjallaði um aðferðir sem eru notaðar hjá CrankWheel til að smíða rétta vöru, uppgötva hvar í notkunarferlinu notendurnir lenda í vandræðum, og finna sársaukann sem notendur finna á fundi á vegum Íslandsbanka í morgun.
Jói sagði meðal annars að súkkulaði væri algjört lykilatriði til að fá fólk til að prófa hugbúnað. „Eiga nóg af súkkulaði, þá reddast þetta alltaf.“
Fundurinn var í beinni útsendingu á Nútímanum en upptöku má sjá hér fyrir neðan. Eftir fundinn stýrði Svanur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri vefstofunnar Skapalóns, áhugaverðum umræðum um vöruþróun og notendaupplifun í stafrænum heimi.
Sjáðu upptökuna hér fyrir neðan í boði Íslandsbanka.
Um var að ræða þriðja fundinn í fundaröðinni: Hvað geta bankar lært af öðrum? Fundirnir hafa verið í beinni útsendingu á Nútímanum en á þeim er því velt upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. Næsti verður á fimmtudaginn fundur fjallar um Bitcoin.