Auglýsing

Svala óttast ekki kvíðann á sviðinu í Eurovision: „Kvíðinn kemur þegar ég er í afslöppun“

„Ég er svo stolt af þessu lagi og ég stend svo þétt á bakvið það – sama hvað gerist.“ Þetta segir Svala Björgvins um lagið Paper í þáttunum Ný sýn, sem verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans á mándaginn. Sjáðu brot úr þættinum hér fyrir neðan.

Svala og Einar Egilsson, eiginmaður hennar, eru á meðal viðmælenda í þáttunum en ásamt því að ræða um þátttökuna í Eurovision segja þau frá hræðilegu bílslysi sem þau lenti í á Reykjanesbraut í april árið 2008. Þátturinn um Svölu verður því sýndur sólarhring fyrir þátttöku hennar í undankeppni Eurovision.

Eurovision-lag Svölu fjallar um kvíða en hún óttast ekki að hann hrjái sig í keppninni í Kænugarði. Kvíðinn sé ótengdur því að koma fram. „Kvíðinn kemur þegar ég er í afslöppun,“ segir hún í þættinum.

Þá kemur skjálftinn, ofboðslegur hjartsláttur, rosaleg óraunveruleikatilfinning – eins og þú sért komin út úr líkamanum. Ljótar hugsanir. Þér líður eins og þú sért ekki þú sjálfur. Þér líður eins og þú sért að deyja.

Svala og Einar fluttu til Los Angeles ásamt bræðrum Einars ári eftir slysið. „Þegar maður horfist í augu við dauðann – Einar hefði getað dáið eða ég – hugsar maður; svona getur gerst á broti úr sekúndu. Þess vegna verður maður alltaf að nýta hvert augnablik,“ segir Svala.

„Enda flytjum við til Los Angeles árið eftir. Seldum allar eigur okkar. Mér var alveg sama. Mig langaði bara að fara á vit ævintýranna. Búa í annarri borg. Ég hafði ekki verið þannig.“

Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum klukkan 20 frá 18. maí í Sjónvarpi Símans. Þau sem geta ekki beðið geta horft á þættina þegar þeim hentar í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium frá fimmtudeginum 4. maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing