Eiður Smári Guðjohnsen hefur undanfarnar vikur unnið að því að búa til sjónvarpsþætti sem fjalla um andstæðinga Íslands á HM í Rússlandi. Í ferð sinni um Argentínu kíkti Eiður í sjónvarpsviðtal þar sem æskuvinur hans, Sveppi sagði áhugaverða sögu af þeim félögum. Sjáðu brot úr þættinum hér að neðan.
Í viðtalinu segir Sveppi frá því þegar þeir voru 12 og 13 ára gamlir og drukku saman bjór. Eiður gefur lítið fyrir söguna. „Hann er svo lyginn,“ sagði Eiður og hló. Þættirnir Andstæðingar Íslands hefja göngu sína á RÚV föstudagskvöldið 11. maí.
Viðtalið var birt á Facebook-síðu Rúv
Eiður Smári í Argentínu – Andstæðingar Íslands
Eiður Smári er ýmsum uppátækjum vanur frá Sveppa vin sínum en bjóst þó ekki við þessu þegar hann mætti í sjónvarpsviðtal í Argentínu.RÚV Íþróttir / ANDSTÆÐINGAR ÍSLANDS
Posted by RÚV on Miðvikudagur, 9. maí 2018