Auglýsing

Táknmálsfréttirnar sögðu allt sem segja þurfti áður en leikurinn gegn Tyrklandi hófst

Táknmálsfréttirnar í gær sögðu allt sem segja þurfti um leik Íslands gegn Tyrklandi í gær. Fréttamaðurinn Guðmundur Ingason setti upp og húfu og trefil og tók svo víkingaklappið til að kóróna frammistöðu sína. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Myndbandið er birt með leyfi RÚV.

Guðmundur virtist örlítið stressaður fyrir leiknum, eins og þjóðin öll reyndar, en það var óþarfi. Strákarnir spiluðu ótrúlega vel og unnu Tyrki 3-0 í Tyrklandi. Ísland er nú í efsta sæti í riðli sínum í undankeppni HM og mætir Kosovo á mánudag í leik sem ræður úrslitum um hvort liðið komist í fyrsta skipti á heimsmeistaramót í fótbolta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing